Blogghistorik: 2006 N/A Blog|Month_2
28.02.2006 22:34
Loksins, loksins aftur !
Jæja þá koma hér fáeinar línur, Matargamanið búið og allt fór vel. Það er kanski svolítið á skjön við fagmennskuna, að haldin hafi verið Kokkakeppni og amk einn þáttakenda hafi ekki einu sinni verið lærður kokkur. Mér finnst það þurfi að koma betur fram þegar slíkir menn taka þátt í svona keppni sem haldin er af FAGmönnum, að með í leiknum séu leikmenn, ekki ætla ég að finna að þessum ákveðna einstaklingi sem slíkum og tel hann hafa sett mikin svip á þessa hátíð "Food& Fun" sem lauk um helgina, en samt verð ég að segja það að þegar verið er að leggja upp í svona stórar ferðir og mikla hátíð þá verði fagmennskan að vera í fyrirrúmi, því með svona hátíðum er verið að leggja línurnar fyrir því sem í framtíðini eigi að byggja á. Þess vegna erum við, eða öllu heldur "Iceland Seafood", að halda úti lærðum kokk af hæstu gæðum til að kynna framleiðslu okkar í Ameríku, Hilmar B. Jónsson. Þess má einnig geta að Hilmar hefur verið einn af frumkvöðlum að mörgu því sem hæst ber í matargerðarlist í dag, hann var einn þeim sem stofnaði Klúbb Matreiðslumeistara, hann hóf útgáfu á eina matartímariti Íslendinga Gestgjafanum ásamt eiginkonu sinni Elínu, sem einnig gengdi um hríð ráðsmannsstöðu á Bessastöðum. Auk þess sem þau hjón stofnuðu fyrsta einkarekna matreiðsluskólan sem síðar hefur lagt grunnin að áhuga ýmisa leikmanna á eldamennsku. Þegar á heildina er litið þá held ég að þessi hátíð þetta árið hafi tekist betur en oftast áður, mikil gleði ríkti meðal þáttakenda og gesta, enda hróður íslenskra matvæla aukin og hafður til skýjana. Gleymum ekki þeim auðæfum sem við eigum í okkar hreinu náttúru hvort heldur er sjávarfang eða landbúnaðar afurðir. En talandi um landbúnað þá er annað hvort í ökla eða eyra, eitt sinn vorum við að drukna í offramleiðslu á mjólk, sligast undan smjörfjalli og lambakjötsskrokkum, sem ekki mátti selja á lægraverði því það varð að farga því á haugunum heldur en að leyfa fátækum Íslendingum að gæða sér á því. Nú er svo komið að flytja þarf inn Nautakjöt því ekki er framleitt nóg af því, lambakjötið er að verða uppselt og brátt verður farið að skammta mjólkina ef að líkum lætur. Þetta er nú ljóta myndi einhver segja, það verða ekki einu sinni til pungar til að súrsa, hvað gera menn þá. Hvalurinn löngu horfin og ekki lengur rengi á þorraborðum, hvað næst. Hjúkk segi ég nú bara, sem betur fer borða fáir Hákarl þannig að hann verður þá kanski til öðru hvoru amk á þorra. Ég held að við Íslendingar verðum að fara að líta okkur nær, og vernda landbúnaðinn og efla hann, hvernig sem við förum að því sennilega er umfram framleiðsla betri en skortur, en þá þarf að vera útsjónarsamur og selja framleiðsluna. Við þessi lífrænt ræktaða þjóð eigum að vera stolt af okkar auðæfum, hreina vatni ofl mætti telja. Nú þegar alvarleg vá er úti fyrir ströndum okkar, Fuglaflensan, þá þurfum við að gæta enn meiri varúðar en áður án þess að ver með einhverja ofsahræðslu og flumbur. Styðjum íslenskt, veljum íslenskt og blöndum því hæfilega með erlendum vörum.
Ykkar einlægi Jón.
- 1